Kynjafnrétti er ekki einkamál kvenna heldur mannréttindamál sem snertir okkur öll.

HeForShe er alþjóðleg hreyfing UN Women sem hvetur karlmenn sérstaklega til að beita sér í baráttunni fyrir kynjajafnrétti.

HeForShe hreyfingin sendir ákall til karla sem og fólks af öllum kynjum til að taka virkan þátt í baráttunni fyrir bættum heimi þar sem við öll fáum blómstra og njóta okkar óháð kyni. Kynjajafnrétti verður ekki náð í heiminum ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að jafnrétti verði náð helmingi hraðar. Milljónir manna um allan heim hafa nú þegar tekið skrefið og skuldbundið sig til að berjast gegn kynjamisrétti í sínu nærumhverfi í nafni #heforshe.

En er þetta ekki bara komið?

Því miður hefur orðið mikið bakslag í baráttunni fyrir kynjajafnrétti ekki síst í fjarsamfélagi okkar þar sem gróf mannréttindabrot gagnvart konum eru daglegt brauð.

Hvað getur þú gert?
  • Stutt við konur um allan heim með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women
  • Gríptu inn í ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
  • Ef þú þekkir nákominn geranda – endilega hvettu hann til að leita sér hjálpar
Vissir þú að?
  • Þriðja hver kona í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi
  • 750 milljónir núlifandi kvenna hafa verið giftar fyrir 18 ára aldur
  • Konur og stúlkur eru 71% þolenda mansals, þar af hafa 3 af hverjum 4 verið hnepptar í kynlífsánauð