Konur eru 27% stjórnenda í fyrirtækjum og  karlar 73%. Kynbundinn launamunur er enn 5.7 % hér á landi. Við eigum enn langt í land.

Þú getur:

  • Sleppt því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja  konur á einhvern hátt
  • Lagt þitt af mörkum við að greiða einnig konum götu við að ná frekari frama í starfi
  • Spurt sjálfan þig hvar ákvarðanir eru helst teknar á þínum vinnustað. Getur verið að mikilvæg ákvörðun á þínum vinnustað hafi verið tekin í boltanum/barnum/ræktinni þegar konur voru ekki með?
  • Lagt þitt af mörkum við að tryggja konum jafnt aðgengi að lykilfundum og -verkefnum á vinnustað þínum
  • Verið meðvitaður um að öll dagskrá utan vinnustaðar; sé líka aðgengileg konum og hvetji þær jafnt til að mæta
  • Sem stjórnandi útrýmt kynbundnum launamun á þínum vinnustað
  • Sem stjórnandi haft sveigjanlegan vinnutíma fyrir fjölskyldufólk og hvatt karlkyns starfsmenn til að taka fæðingarorlof/sinna veikum börnum til jafns við maka sinn
  • Sem stjórnandi veitt konum sem taka fæðingarorlof jafnan framgang, stöðu- og launahækkanir á við aðra starfsmenn