Kynbundinn launamunur þjakar öll samfélög heims

Árið 2017 voru meðalatvinnutekjur kvenna með háskólamenntun tæp 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun, eða 6,7 milljónir króna yfir árið samanborið við 9,3 milljóna króna meðaltekjur karla.

Á Íslandi eru konur aðeins 31% framkvæmdastjóra sveitarfélaga, 32% sendiherra og 38% héraðsdómara. Konur eru 27% framkvæmdastjóra íslenskra fyrirtækja en karlar 73%.

Allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru karlar. Á undanförnum sjö árum hafa fjórtán karlmenn verið ráðnir forstjórar hjá fyrirtækjunum. Lög um kynjakvóta tóku gildi fyrir sex árum, en samt stýra konur innan við tíu prósentum af 400 stærstu fyrirtækjum landsins. Ljóst er að við eigum langt í land.

Þú getur:

  • Tryggt konum jafnt aðgengi að lykilfundum, verkefnum og ákvarðanatöku á vinnustað þínum
  • Sem stjórnandi, útrýmt kynbundnum launamun á þínum vinnustað
  • Sem stjórnandi, veitt sveigjanlegan vinnutíma fyrir fjölskyldufólk og hvatt karlkyns starfsmenn til að taka fæðingarorlof og sinna veikum börnum til jafns við maka sinn
  • Sem stjórnandi, veitt konum jafnan framgang, stöðu- og launahækkanir á við aðra starfsmenn