Hvað get ég gert?

Það er ýmislegt sem þú getur gert í þínu nærumhverfi til að skapa betri heim fyrir konur og stúlkur. Til dæmis er hægt að…
 • Styðja við konur um allan heim með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women
 • Grípa inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
 • Taka samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvetja hann til að leita sér hjálpar
 • Segja frá og útvega stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
 • Hringja á lögreglu ef grunur liggur á heimilisofbeldi
 • Tilkynna stafrænt kynferðisofbeldi og netníð sem þú verður vitni að
 • Ekki segja ekki neitt

Þú getur líka:

 • Hvatt aðra karlmenn og stráka til að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hluta karla og kvenna á öllum vígstöðvum
 • Látið í þér heyra þegar þú verður vitni að óréttlæti í garð kvenna og stúlkna á vinnustöðum, í skólum, á almenningsstöðum eða á netinu
 • Stuðlað að hugarfarsbreytingu með því að útrýma niðurlægjandi orðræðu um konur
 • Tekið þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um kynjahlutverk, til dæmis innan veggja heimilisins og við uppeldi barna þinna
 • Vakið aðra karlmenn og stráka til vitundar um fjarsamfélag sitt þar sem gróf mannréttindabrot eiga sér stað á hverjum degi