Vertu velkominn í hóp milljóna karlmanna um heim allan sem hafa skuldbundið sig til þess að berjast fyrir kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna. Þú hefur eflaust spurt sjálfan þig: „Hvað á ég að gera núna?“

Hér eru nokkrar uppástungur um hvað þú getur gert í þínu nærumhverfi til þess að búa til betri heim.

Þú getur byrjað á því að:

 • Fordæma kynbundið ofbeldi í nafni systur, dóttur, ömmu, mömmu eiginkonu eða í nafni allra kvenna hér
 • Grípa inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
 • Taka samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvetja hann til að leita sér hjálpar
 • Segja frá og útvega stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
 • Hringja á lögreglu ef grunur liggur á heimilisofbeldi
 • Tilkynna hefndarklám og netníð sem þú verður vitni að
 • Ekki segja ekki neitt

Þú getur líka:

 • Hvatt aðra karlmenn og stráka til að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hluta karla og kvenna á öllum vígstöðvum
 • Látið í þér heyra þegar þú verður vitni að óréttlæti í garð kvenna og stúlkna á vinnustöðum, í skólum, á almenningsstöðum eða á netinu
 • Stuðlað að hugarfarsbreytingu með því að útrýma niðurlægjandi orðræðu um konur
 • Tekið þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um kynjahlutverk, til dæmis innan veggja heimilisins og við uppeldi barna þinna
 • Vakið aðra karlmenn og stráka til vitundar um fjarsamfélag sitt þar sem gróf mannréttindabrot eiga sér stað á hverjum degi

Hver er ávinningurinn fyrir okkur öll?

 • Ef karlar og konur hafa sömu laun fyrir sömu vinnu eru karlar frjálsari en áður að því að helga sig börnum og heimili ef þeim sýnist.
 • Ef við eyðum fordómum um karla- og kvennastörf geta allir valið sér þann starfsframa sem þeir kjósa.
 • Bæði konur og karlar eru föst í fjötrum gamalla ranghugmynda um hlutverk kynjanna, hvað fólk kunni, vilji, geti og megi eftir því hvort það er karl- eða kvenkyns.
 • Skilvirkari dagvistunarkerfi fyrir börnin okkar. Þegar konur eru virkir þátttakendur í stjórnmálum eru teknar ákvarðanir sem hagnast bæði konum og karlmönnum.
 • Sýnt hefur verið fram á að fjölgun kvenna í valdastöðum bæti skipulag og skilvirkni innan fyrirtækja. Ávinningur fyrirtækja eykst þegar þrjár eða fleiri konur sitja í stjórnum fyrirtækja.
Ég er HeForShe