„Það er kominn tími til að við lítum á kynin sem hluta af sama litrófinu í staðinn fyrir tvær andstæðar fylkingar. Við ættum að hætta að skilgreina okkur eftir því sem við erum ekki og byrja að skilgreina okkur eftir því sem við erum,“ sagði leikkonan Emma Watson velgjörðarsendiherra UN Women í opnunarræðu á ráðstefnu sem markaði upphaf átaks UN Women sem miðar að því að hvetja karlmennt til þátttöku fyrir jafnrétti kynjanna.

Leikkonan Emma Watson er velgjörðarsendiherra UN Women

Leikkonan hvatti karlmenn til að taka þátt í að frelsa dætur þeirra, systur og mæður undan fordómum. „En líka svo að synir þeirra fái leyfi til að vera viðkvæmir og mennskir — þannig verða þeir heilli útgáfur af sjálfum sér.“

Átakið kallast HeForShe og takmarkið er að virkja milljarð karlmanna og drengja til að taka þátt í að binda endi á kynjamisrétti. „Hvernig getum við haft áhrif í heiminum þegar aðeins helmingur fólks er boðið að taka þátt í samræðunni?“ spurði Watson fyrir framan fullan sal af fólki í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.

„Karlmenn, ég vil nota þetta tækifæri til að bjóða ykkur formlega að taka þátt. Jafnrétti kynjanna er líka ykkar mál.“

Hvað getur þú gert?

» Lesa áfram

Hún sagði karlmenn ekki upplifa jafnrétti, frekar en konur. „Við viljum ekki tala um að karlmenn séu fastir í steríótýpískum hugmyndum um karlmennsku en þeir eru það samt,“ sagði hún. „Þegar þeir verða frjálsir byrja hlutirnir að gerast fyrir konur. Ef karlmenn þurfa ekki að vera ýtnir, þá þurfa konur ekki að vera undirgefnar. Ef karlmenn þurfa ekki að stjórna, þá þurfa þeir ekki að stýra konum.“

Á síðastliðnum tveimur árum hefur margt vatn runnið til sjávar og hafa yfir milljón karla heitið stuðningi við baráttuna. Emma Watson hefur m.a. annars komið fram tvisvar á ráðstefnu alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos og staðið fyrir nokkrum málþingum um jafnréttismál. Nýlega tilkynnti leikkonan að hún ætlaði sér að taka sér pásu frá leiklistinni í eitt ár til þess að einblína á lestur og femínisma.

» Lesa minna