Forseti Íslands er HeForShe impact leader

Guðni Th. Jóhannesson er einn tíu þjóðarleiðtoga í forsvari fyrir HeForShe hreyfinguna.

Guðni Th. Jóhannesson tilheyrir hópi tíu þjóðarleiðtoga sem valdir voru af UN Women í New York til að vera leiðandi afl HeForShe hreyfingarinnar. Leiðtogarnir skuldbinda sig fyrir hönd eigin ríkja til að ná kynjafn­rétti, bæði inn­an eigin ­lands og á heimsvísu. Skuld­bind­ing­ar Íslands snúa meðal ann­ars að því að út­rýma launamun á Íslandi fyr­ir árið 2022, jafna hlut kynj­a í fjöl­miðlum fyr­ir 2020 og fá fleiri karla til liðs við jafn­rétt­is­bar­átt­una, bæði á Íslandi og á alþjóðavett­vangi.

Haustið 2018 sótti Guðni árlegan leiðtogafund HeForShe sem haldin er samhliða Allsherjarþinginu í New York og flutti erindi þar sem hann hvatti þjóðir heims áfram í baráttunni fyrir jafnrétti og aukinni valdeflingu kvenna.

Ræða Guðna á árlegum leiðtogafundi HeForShe 2018
Tengdar færslur