Háskólar verða að vera öruggir fyrir konur og minnihlutahópa

Fyrsta HeForShe 10x10x10 IMPACT skýrsla háskólanna komin út!

Velgjörðasendiherra UN Women, Emma Watson kynnti á dögunum nýja skýrslu sem gefin er út af HeForShe í tilefni af tveggja ára afmæli hreyfingarinnar.

Umfjöllunarefni skýrslunnar er tileinkað kynjajafnrétti í háskólum en skýrslan er gerð fyrir 10x10x10 herferð samtakanna þar sem leiðtogar tíu þjóða, þar á meðal forsætisráðherra Íslands, tíu fyrirtækja og tíu háskóla hafa skuldbundið sig til þess að takast á við mismunandi þætti kynjamisréttis og ná jafnrétti í sínu landi, fyrirtæki og háskóla. Hópurinn mun svo vinna saman til að nýta reynsluna af framkvæmd verkefnanna til að hvetja aðra leiðtoga á heimsvísu til að taka upp sömu málefni. Þess má geta að fyrr á árinu kom út sambærileg skýrsla er varðar fyrirtæki.

Við kynningu á skýrslunni sagði Emma Watson í ræðu sinni „háskóli ætti að vera staður friðhelgis sem tekur á öllum myndum ofbeldis.“ Í skýrslunni eru gerð skil á stöðu jafnréttis innan háskólanna, og kemur fram kynjahlutfall nemenda, starfsfólks og stjórnenda. Einnig lýsa skólasjórarnir markmiði og framförum síns skóla.

Skólarnir munu einnig tækla kynferðisofbeldi á skólalóðum, en komið hefur í ljós að þriðja hver kona verður fyrir kynferðisofbeldi einhvern tímann á lífsævinni, og 23% kvenkynsnemenda í háskólum í Bandaríkjunum segjast hafa orðið fyrir einhverskonar misnotkun kynferðislega. Þá munu skólarnir halda námskeið um málefnið fyrir allt starfsfólk, stjórnendur og nemendur, og nota hugmyndarfræði HeForShe sem grunn fyrir sameiginlegan lærdóm og til þess að miðla reynslu sín á milli.

Hægt er að lesa skýrsluna hér.

Related Posts