HeForShe: Hvað þýðir það eiginlega?

Af tilefni 100 ára kosningaafmælis kvenna er framkvæmdastýra UN Women, Phumzile Mlambo-Ngcuka, væntanleg til landsins í opinbera heimsókn.

Föstudaginn 23. október kl. 15 efnir utanríkisráðuneytið í samstarfi við UN Women á Íslandi til spjallfundar í Hörpu. Fulltrúi landsnefndar UN Women opnar viðburðinn, þar sem hlýtt verður á þrjá íslenska HeForShe lýsa því hvaða þýðingu HeForShe hefur fyrir þá og hvernig þeir leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir kynjajafnrétti í daglegu lífi. Phumzile verður viðstödd og tilbúin að ræða við viðstadda um málið.

Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri FA, stjórnarmeðlimur landsnefndar UN Women á Íslandi og HeForShe, opnar viðburðinn, heldur stutt erindi og stýrir umræðum.

Einnig taka til máls:

Friðrik Dór Jónsson, söngvari og HeForShe

Stefán Gunnar Sigurðsson, femínisti, tómstundafræðinemi og HeForShe

Í kjölfarið mun Phumzile svara spurningum úr sal um HeForShe átakið og mikilvægi þess að karlmenn og strákar beiti sér markvisst í baráttunni fyrir kynjajafnrétti.

Í dag hafa 10.258 karlmenn og strákar á Íslandi gerst HeForShe á www.heforshe.is og þar með heitið því að…

  • …beita sér fyrir jöfnum hlut karla og kvenna í orði sem og borði og hvetja aðra karlmenn og stráka til að gera slíkt hið sama.
  • … láta í sér heyra þegar þeir verða uppvísir að óréttlæti í garð kvenna og stúlkna á vinnustöðum, skólum, í almannarýminu og á netinu.
  • …stuðla að hugarfarsbreytingu með því að uppræta niðurlægjandi orðræðu um konur og taka þátt í breyta úreltum staðalímyndum um kynjahlutverk; innan heimilis, á vinnustöðum, við uppeldi barna sinni og víðar.

Það er frábær árangur! En hvernig leggja HeForShe karlmenn og strákar hér landi baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið?

Viðburðurinn fer fram á ensku í Björtu loftum í Hörpu og er aðgangur er ókeypis.

Ekki láta þá þennan einstaka viðburð framhjá þér fara!

Related Posts
Heforshe samstarf við KKÍ og Dominos