Menntun og fræðsla
Menntun er ekki eingöngu mannréttindamál, heldur skilvirk leið til að styrkja hagkerfi, búa til heilbrigt samfélag auk þess sem menntun er öflug leið við að útrýma ójafnrétti kynjanna.
Ofbeldi
Á hverjum degi upplifa konur kynbundið ofbeldi á borð við; netníð, kynferðislega áreitni, heimilisofbeldi og mansal. Til að mynda voru 60% þeirra morða sem framin voru á Íslandi frá árinu 2003 heimilisofbeldismál.
Atvinna
Konur eru 27% stjórnenda í fyrirtækjum og 73% karlar. Kynbundinn launamunur er enn 5.7% hér á landi. Við eigum enn langt í land.
Sjálfsmynd
Öll eigum við rétt á að ákvarða hver við erum, hvernig við tjáum okkur, hvern við elskum og hvernig við tjáum ást okkar. Sá sem er HeForShe vill að hver einstaklingur fái að njóta sín á eigin forsendum.
Stjórnmál
Konur eru í 27% æðstu stöðum sveitafélaga á Íslandi (sveitastjórar, bæjastjórar og oddvitar). Hugsunin á bakvið HeForShe er að veita öllum jöfn tækifæri að samningaborðinu og tryggja að allar raddir fái að heyrast.
Fjölmiðlar
Birtingarmyndir kvenna í fjölmiðlum eru oft einsleitar. Í kvikmyndaiðnaðinum eru konur aðeins 21 prósent kvikmyndagerðafólks og 23% kvikmynda skarta kvenkynsaðalpersónum á alþjóðavísu.