HeForShe er alþjóðleg hreyfing UN Women sem hvetur sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti.

Átakinu var ýtt úr vör fyrir fjórum árum í Sameinuðu þjóðunum af leikkonunni Emmu Watson sem hvatti karlmenn til að láta til sín taka.

Ísland getur orðið fyrsta landið til að láta raunverulegt kynjajafnrétti verða að veruleika og það á okkar tímum. Til að verða boðberar þeirra breytinga þurfum við öll að leggjast á eitt og búa til heim þar sem konur standa jafnfætis karlmönnum.

Vissir þú að?
  • 750 milljónir núlifandi kvenna hafa verið giftar fyrir 18 ára aldur
  • Um 120 milljónir núlifandi stúlkna hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi
  • Rúmlega þriðjungur kvenna í heiminum hafa einhvern tímann á lífsleiðinni verið beittar kynbundnu ofbeldi

Hingað til hefur gjarnan verið litið á þessa baráttu sem einkamál kvenna. Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar. Þegar öllu er á botninn hvolft þá högnumst við öll á kynjajafnrétti.

Hvað get ég gert?

» Lesa áfram

Þú getur gert ýmislegt til þess að láta til þín taka í þínu nærumhverfi. Mikilvægt er að karlmenn taki þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um hlutverk kynjanna t.d. innan veggja heimilisins og við uppeldi barna sinna. Þá er ekki síður mikilvægt að karlmenn séu meðvitaðir um fjarsamfélag sitt þar sem gróf mannréttindabrot eiga sér stað á hverjum einasta degi. Kíktu hingað til þess að fá nytsamlegar ábendingar um hvernig þú megir mæta líf stráka og stelpna í kringum þig.

» Lesa minna

HeForShe