Ísland: HeForShe impact champion 10x10x10

Frett-3Forsætisráðherra Íslands, er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiðir HeForShe-átakið IMPACT 10x10x10.
Markmiðið með Impact 10x10x10 er að knýja fram kerfislægar breytingar sem jafna stöðu kynjanna í efnahagslegum-, félagslegum og pólitískum skilningi.
Um er að ræða þriggja til fimm ára verkefni sem miðar að því að ná raunverulegu kynjajafnrétti, ýta undir valdeflingu kvenna og er ætlað að undirstrika margfeldnisáhrif kynjajafnréttis um allan heim.  Tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðlegra stórfyrirtækja og tíu háskólarektorar víðsvegar um heiminn  eru leiðandi í baráttunni og hafa lagt fram aðgerðaáætlun um hvernig þeir ætla að jafna hlut kynjanna í sínum geira. Til að tryggja árangur og normalisera viðmiðin hefur hver og einn leiðtogi í þessum þremur geirum gefið út ákveðin loforð um að jafna hlut kynjanna.
Háskólarektorarnir tíu hafa lofað að koma á kynjamiðaðri námskrá, deildum og starfsfólki auk þess að þróa og kenna forvarnarnámskeið um áhrif kynbundins ofbeldis.
Forstjórar  stórfyrirtækjanna tíu skuldbinda sig til að setja á laggirnir kynjafræðslu innan síns fyrirtækis; hvetja starfsmenn til þess að gerast HeForShe. Jafnframt skrifa undir Jafnréttissáttmála UN Women og Global Compact og innleiða sáttmálann í alla starfsemi fyrirtækisins. Þá þurfa fyrirtækin einnig að gera grein fyrir niðurstöðum eftir innleiðingu á sáttmálanum á opinberum vettvangi.
Þjóðarleiðtogarnir skuldbinda sig til að halda úti árslangri HeForShe herferð í ríkinu; og hver og einn þróar heildstæð markmið um hvernig þeir ætli að jafna hlut kynjanna.
Skuldbindingar Íslands snúa m.a. að því að útrýma launamun á Íslandi fyrir 2022, jafna hlut kynjanna í fjölmiðlum fyrir 2020 og fá fleiri karla til liðs við kynjajafnréttisbaráttuna bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Hópurinn mun svo vinna saman til að nýta reynsluna af framkvæmd verkefnanna til að hvetja aðra leiðtoga til að taka upp sömu málefni í sínum ríkjum, fyrirtækjum og háskólum. Með því að sýna fram á árangur í ákveðnum hópi fyrirtækja, ríkja og háskóla er skapað fordæmi fyrir aðra aðila úr sömu geirum.
IMPACT 10x10x10 verkefnið var fyrst kynnt í janúar á World Economic Forum í Davos. UN Women valdi þjóðarleiðtogana en auk forsætisráðherra Íslands eru m.a. í hópnum: Sauli Niinistö, forseti Finnlands; Michael D. Higgins, forseti Írlands; Joko Widodo, forseti Indónesíu; Shinzō Abe, forsætisráðherra Japans; Arthur Peter Mutharika, forseti Malaví; Klaus Werner Iohannis, forseti Rúmeníu; Paul Kagame, forseti Rúanda; og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Háskólarektorarinir 10 eru: Adam Habib hjá University of the Witwatersand í Suður Afríku; Andew Hamilton, Oxford University á Bretlandseyjum; Feruidun Hamdullahpur hjá University of Waterloo í Kanada; Frédéric Mion hjá Sciences Po í Frakklandi; John J. DeGioia hjá Georgetown University í USA; Marco Zago hjá University of Sao Paulo í Brasilíu; Paul Boyle hjá University of Leicester á Bretlandseyjum; Peter Mathieson hjá the University of Hong Kong í Hong Kong; Samuel Stanley hjá Stony Brook University í USA; Seiichi Matsuo hjá Nagoya University í Japan
Forstjórarnir 10 eru Jean Pascal Triciore hjá Schneider Electirc; Vittorio Colao hjá Vodafone; Adam Bain hjá Twitter; Dominic Barton hjá McKinsey & Company; Paul Polman hjá Unilever; Sébastien Bazin hjá AccorHotels; Rick Goings hjá Tupperware Brands; Jes Staley hjá Barclays; Ömer Koç hjá Koç Holdsins og Bob Moritz hjá PWC International Limited.
Skuldbindingarnar eru djörf og áþreifanleg heit um breytingar, sem setja viðmið um kynjajafnrétti í heiminum og eru unnar í samstarfi við UN Women.

Lesa skýrslu HeForShe um kynjajafrétti í viðskiptalífinu

Lesa skýrslu HeForShe um kynjajafnrétti í háskólanum

Related Posts