Ofbeldi gegn konum og stúlkum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi

Ofbeldi gegn konum og stúlkum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Á hverjum degi upplifa konur kynbundið ofbeldi á borð við; netníð, kynferðislega áreitni, heimilisofbeldi og mansal. Til að mynda voru 60% þeirra morða sem framin voru á Íslandi frá árinu 2003 heimilisofbeldismál.

Þú getur:
  • Fordæmt kynbundið ofbeldi í nafni systur, dóttur, ömmu, mömmu eiginkonu eða í nafni allra kvenna hér:
  • Gripið inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
  • Tekið samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvatt hann til að leita sér hjálpar
  • Sagt frá og útvegað stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
  • Hringt á lögreglu ef grunur liggur á um heimilisofbeldi
  • Tilkynnt hefndarklám og netníð sem þú verður vitni að