Stafrænt ofbeldi er lífshættulegt

Netníð gegn konum er vaxandi samfélagsvandamál og hefur á áhrif á fleiri konur en við gerum okkur grein fyrir. Athugasemdakerfi, spjallrásir, stefnumótasíður, bloggsíður og samfélagsmiðlar eru gróðrarstía kvenfyrirlitningar og fela í sér hatursfull ummæli og hótanir um kynferðisofbeldi. Því miður er mun algengara að hótunum um kynferðisofbeldi sé beint að stelpum og konum á netinu. Um er að ræða vaxandi vandamál um allan heim og er þetta ein gerð netníðs.

Stafrænt kynferðisofbeldi eða það sem gjarnan hefur verið kallað hefndarklám eða hrelliklám felur í sér birtinguog dreifingu á viðkvæmum og persónlegum upplýsingum og/eða myndefni á netinu án samþykkis og í óþökk þess sem efnið snertir.

Hin kanadíska Rehtaeh Parsons, framdi sjálfsmorð árið 2013, aðeins 17 ára gömul, eftir að skólafélagar hennar birtu myndband af henni á netinu þar sem sýnt var þegar henni var nauðgað af hópi manna. Niðurlægingin var svo mikil að hún endaði á að taka sitt eigið líf. Pabbi hennar, Glen Canning, hefur tileinkað lífi sínu baráttunni gegn svokölluðum nethryðjuverkum eins og hann kallar það. „Því miður er saga dóttur minnar ekki einstök. Það er ekki tekið nógu vel á þessum málum. Þegar stúlkur leita sér hjálpar er þeim sagt að hætta á Facebook, taka sér frí frá skólanum eða bara hreinilega ekki fara á netið,“ sagði Canning. „Kerfið er að bregðast öllum þessum stelpum og strákum sem verða fyrir slíku ofbeldi. Gerendur slíks ofbeldis verða að vera sóttir til saka. Börnin okkar eiga betra skilið,“ hélt hann áfram. Hann tekur það einnig fram að samfélagsmiðlar bjóði upp á endalausa möguleika og geta gert líf okkar miklu betra, en ef við bregðumst ekki við öllu því ljóta ofbeldi sem á sér stað á netinu þá munu þeir eyðileggja líf okkar.“

Stafrænt ofbeldi er lífshættulegt.

Berjumst saman – skráðu þig núna og taktu þátt í baráttunni gegn netníði!

Related Posts