Á heimsvísu er aðeins ein af hverjum fimm þingmönnum kona.

Um þessar mundir eru starfandi þingkonur í heiminum aðeins tæp 24% allra þingmanna. Þrátt fyrir þær framfarir sem hafa átt sér stað er til dæmis aðeins ein kona hæstaréttardómari hér á landi. Konur eru aðeins þriðjungur sveitarstjóra á Íslandi. Tryggja þarf að allar raddir fái að heyrast.

Þú getur:
  • Hugað að kynjahlutfalli þegar þú kýst; eru konur líka í forsvari fyrir flokkinn þinn?
  • Þrýst á kjörna fulltrúa að beita sér fyrir úrbótum á sviði kynjajafnréttis
  • Verið gagnrýninn á valdhafa – vegna ákvarðana þeirra og skoðana en ekki vegna útlits eða klæðaburðar