Konur eru aðeins í 27% æðstu stöðum sveitafélaga á Íslandi

Þrátt fyrir þær framfarir sem hafa átt sér stað er til dæmis aðeins ein kona hæstaréttardómari hér á landi. Konur eru aðeins í 27% æðstu stöðum sveitafélaga á Íslandi (sveitastjórar, bæjastjórar og oddvitar). Hugsunin á bakvið HeForShe er að veita öllum jöfn tækifæri að samningaborðinu og tryggja að allar raddir fái að heyrast.

Þú getur:

  • Hugað að mikilvægi kynjahlutfalls þegar þú kýst; eru konur líka í forsvari fyrir flokkinn þinn?
  • Þrýst á kjörna fulltrúa að beita sér fyrir úrbótum á sviði kynjajafnréttis
  • Verið gagnrýninn á valdhafa – vegna ákvarðana þeirra og skoðana en ekki vegna útlits eða klæðaburðar