Vel gert strákar!

UN Women á Íslandi náði fyrsta markmiði sínu eftir fyrsta dag HeForShe átaksins, að ná 9.000 skráðum HeForShe.

Eftir fyrstu tvo daga átaksins eru skráðir HeForShe á Íslandi 9.313. Með þessu framhaldi náum við tölunni upp í 10 þúsund HeForShe á Íslandi.

En hvað felst í því að vera HeForShe og hvernig er hægt að láta taka til sín í jafnréttisbaráttunni?

 

Sá sem er HeForShe…

 1. Veit: að mismunun og ofbeldi gagnvart konum og stúlkum er óásættanleg og að konur og stúlkur eiga að hafa jöfn tækifæri á við karlmenn.
 2. Skilur: að jafnrétti er mannréttindamál sem snertir okkur öll.
 3. Hvetur: konur og stúlkur til að sækjast eftir félagslegum og efnahagslegum tækifærum.
 4. Lætur í sér heyra: þegar hann verður uppvís að mismunun gagnvart konum og stúlkum, sama hvort það er í einka eða almenningsrýminu.
 5. Sýnir fordæmi: innan fjölskyldunnar og í samfélaginu með því að vera leiðandi í baráttu fyrir jafnrétti í orði sem og borði í öllum daglegum athöfnum.
 6. Stendur upp í hári: viðkomandi þegar þeir verða vitni að kynbundnu áreiti og mismunun.
 7. Styður: karla og konur sem vinna að því að því að uppræta kynbundið ofbeldi og mismunun gagnvart konum og stúlkum

 

Hvernig þú getur látið til þín taka í jafnréttisbaráttunni?

Með því að..

 • Hvetja aðra karlmenn og stráka til að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hluta karla og kvenna á öllum vígstöðvum
 • Láta í þér heyra þegar þú verður uppvís að óréttlæti í garð kvenna og stúlkna á vinnustöðum, í skólum, á almenningsstöðum eða á Netinu
 • Stuðla að hugarfarsbreytingu með því að útrýma niðurlægjandi orðræðu um konur
 • Taka þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um kynjahlutverk til dæmis innan veggja heimilisins og við uppeldi barna þinna
 • Mana næsta karlmann til að gerast heforshe á www.heforshe.is

Með þessu framhaldi náum við tölunni upp í 10 þúsund HeForShe á Íslandi auðveldlega.

En til þess að ná því þurfum við að mana næsta mann til skrá sig!

Ertu búin að skrá þig? Skráðu þig hér

Related Posts