Rakarastofu Verkfærakistan

Upphaf hugmyndarinnar um Rakarastofu verkfærakistu (e. Barbershop Toolbox) má rekja til janúar 2015 þegar Ísland ásamt Súrínam, stóð fyrir fyrstu rakarastofuráðstefnunni (e. Barbershop Conference) í Sameinuðu þjóðunum í New York sem fékk mikla athygli og góðar undirtektir. HeForShe-teymi UN Women í New York kom einnig að undirbúningnum og vildi hvetja aðra til þess að standa fyrir svipuðum viðburðum. Í júní sama ár gerðist forsætisráðherra Íslands einn af leiðtogum HeForShe hreyfingar UN Women (e. 10x10x10 Impact Champions), sem Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands gegnir í dag.

Fyrir tilstilli samstarfs UN Women á Íslandi og íslenskra stjórnvalda varð úr hagnýt afurð, Rakarastofu verkfærakistan (e. Barbershop toolbox) sem var afhent UN Women í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á kvennanefndarfundi SÞ 2017 og er aðgengilegt hér

Síðan þá hafa þó nokkrar Rakarastofuráðstefnur verið haldnar víða um heim, þar af allavega fjórar slíkar hér á landi; á ársþingi Rafiðnaðarsambands Íslands í maí 2019, á Alþingi í febrúar 2018, í utanríkisráðuneytinu í október 2018 og einnig héldu ungar athafnakonur (UAK) vinnustofu að fyrirmynd verkfærakistunnar í febrúar 2018. Starfskonur UN Women á Íslandi skipulögðu einnig fyrstu Rakarastofu ráðstefnur sem haldnar voru í Afríku, í samstarfi við íslensk stjórnvöld og UN Women í Malaví.

Rakarastofuráðstefnum má skipta upp í þrjá hluta.

  • Í upphafi ráðstefnu eru eitt til þrjú málefnatengd erindi
  • Kynjaskiptir umræðuhópar sem er stýrt af umræðustjórum með sérfræðikunnáttu af málefninu
  • Blandaðir umræðuhópar.

Tilgangur umræðuhópanna er að opna umræðu um hvernig karlmenn geti beitt sér fyrir jafnrétti og hvetja þátttakendur til að horfa á eigið nærumhverfi með kynjagleraugum, velta fyrir sér eigin forréttindum og spegla sig í þeim raunveruleika sem birtist þeim í samtalinu. 

Sækja hér